top of page

Mexíkóskur kjúklingaréttur með bræddum osti og krydduðum hrísgrjónum

Marineruð kjúklingalæri í mexíkóskri rjómasósu með helling af bræddum osti, nachos og krydduðum hrísgrjón. Hljómar vel, ekki satt?

Við elskum öll að hafa kvöldmatinn eins einfaldan og mögulegt er, sérstaklega á virkum dögum eftir allt stúss og stress. Ekki láta fjöldann af hráefnunm hræða þig frá því þessi réttur verður klárlega að teljast með þeim einfaldari og gefur ekkert eftir í bragði.

Ef þú vilt svo vinna þér enn meira í haginn þá mæli ég með að marinera kjúklinginn kvöldið áður.

Fyrir 2:

Kjúklingalæri, skinn og beinlaus, 400 g

Taco krydd, 1,5 msk

Basmati hrísgrjón, 120 ml

Mexico fiesta, 1 tsk / Pottagaldrar

Philadelphia Rjómaostur, 30 g

Salsa sósa, 0,5 dl

Rjómi, 80 ml

Tómatpúrra, 1 msk

Chipotle mauk, 1 tsk / Má sleppa

Hvítlauksduft, 1 tsk

Oregano, 0,5 tsk

Cumin, 0,5 tsk

Svartbaunir, 30 g

Maísbaunir, 30 g

Rifinn ostur, 75 g / Ég notaði blöndu af cheddar og mozzarella

Kóríander, 5 g

Lárpera, 1 stk

Salatblanda, eftir smekk

Nachos, eftir smekk

  1. Setjið kjúklingalæri í skál með smá olíu og taco kryddi. Blandið vel saman og látið marinerast í amk 30 mín eða yfir nótt.

  2. Forhitið ofn í 180° með blæstri

  3. Setjið 180 ml af vatni í lítinn pott ásam Mexico fiesta kryddblöndu og svolitlu salti og náið upp suðu. Bætið hrísgrjónum út í pottinn og lækkið svo hitann svo það rétt kraumi í pottinum. Látið malla undir loki í 13 mín, takið svo af hitanum og látið standa undir loki í nokkrar mín.

  4. Setjið kjúklingalærin í lítið eldfast mót og bakið í miðjum ofni í 15 mín.

  5. Hrærið saman rjómaost, rjóma, salsa sósu, tómatpúrru, hvítlauksduft, oregano, cumin og chipotle mauk. Smakkið til með salti.

  6. Hellið sósunni yfir og meðfram kjúklingalærunum þegar þau eru búin að bakast í 15 mín. Stráið svartbaunum og maísbaunum yfir og toppið með osti. Setjið kjúkinginnn aftur inn í ofn og bakið í 15 mín til viðbótar.

  7. Berið fram með nachos og salati til hliðar



Comments


bottom of page