Hér kemur einn skemmtilega öðruvísi í tilefni valentínusardagsins!
Súkkulaði Martini er frábær kokteill til að njóta með þeim sem manni þykir vænst um og smellpassar með safaríkum jarðarberjum til hliðar.
Vodka, 4,5 cl / Kælt
Tobago Gold súkkulaði romm, 4,5 cl / Hristið fyrir notkun
Rjómi, 1,5 cl
Súkkulaðisíróp, 1 cl / T.d. Hershey‘s
Jarðarber til skrauts
Súkkulaðisíróp til skrauts
Súkkulaði til skrauts
Setjið vodka, Tobago Gold súkkulaði romm, rjóma og súkkulaðisíróp í kokteilhristara með handfylli af klökum og hristið vel í 15-20 sek.
Dýfið Martini glasi í súkkulaðisíróp. Hellið kokteilnum í glasið, rífið súkkulaði yfir og skreytið með jarðarberi.
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Vínnes ehf
Comments