Innblásturinn að þessum ljúffengu Shawarma kjúklingaskálum er fenginn frá skyndibitakeðjunni Halal guys sem rekur staði og vagna í New York. Þar myndast langar raðir daglega þar sem fólk bíður þess að fá vel kryddaðan kjúkling og gul hrísgrjón með hvítlauksósu og salati. Þeir hugrökkustu biðja um extra rauða sósu, en hún er svakalega sterk!
Þessi uppskrift er fljótleg, einföld og gefur ekkert eftir í bragði! Turkish style hvítlaukssósan frá Heinz algjörlega smellpassar með þessari uppskrift og ef þú vilt smá auka kick þá mæli ég með rausnarlegum skammti af Sriracha sósu með.
Fyrir 2:
Kjúklingalæri, 400 g
Shawarma kryddblanda, 1,5 msk / Kryddhúsið
Basmati hrísgrjón, 150 ml
Túrmerik, 0,5 tsk
Kjúklingakraftur duft, 0,5 tsk / Oscar
Smátómatar, 100 g
Smágúrkur, 50 g
Salatblanda, 40 g
Rauðlaukur, 1 stk
Kóríander, 5 g
Salatostur í kryddlegi, 50 g
Flatbrauð eða pítubrauð, 2 stk
Heinz Turkish style hvítlaukssósa, eftir smekk
Tabasco Sriracha sósa, eftir smekk
Setjið kjúklingalæri í skál með olíu, shawarma kryddblöndu og rúmlega 1 tsk af flögusalti. Látið marinerast yfir nótt eða í a.m.k. 2 klst.
Stillið ofn á 180°C með blæstri. Dreifið kjúklingalærum yfir ofnplötu með bökunarpappír og bakið í miðjum ofni í 30-35 mín. Snúið lærunum við þegar tíminn er hálfnaður.
Setjið 225 ml af vatni í lítinn pott ásamt svolitlu salti, túrmerik og kjúklingakraft. Náið upp suðu, bætið hrísgrjónum út í pottinn og lækkið hitann svo það rétt kraumi í pottinum. Látið malla undir loki í 13 mín. Takið pottinn af hitanum og látið standa undir loki í 10 mín.
Sneiðið tómata, gúrkur og rauðlauk. Rífið salatblöndu eftir smekk. Saxið kóríander.
Hitið brauð í stutta stund í ofni þar til brauðið er heitt og mjúkt.
Skiptið hrísgrjónum, brauði, salat osti og grænmeti á milli diska. Sneiðið kjúklingalæri og setjið ofan á hrísgrjónin. Toppið með rausnarlegum skammti af Heinz Turkish style hvítlaukssósu og Sriracha sósu eftir smekk.
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Gerum daginn girnilegann
Comments