top of page

Stórkostleg risarækju tacos með pico de gallo, guacamole og hvítlauks-límónusósu

Ferskar og sumarlegar risarækju tacos eru akkúrat það sem þarf stundum.


Rækjur:

Risarækjur, 250 g

Ólífuolía, 1 msk

Reykt paprika, 1 tsk

Chiliduft, ½ tsk

Cumin, ½ tsk

Hvítlauksduft, ½ tsk

Salt & pipar, eftir smekk

Límóna, ¼ stk


Pico de gallo:

Smátómatar, 150 g

Rauðlaukur, ½ stk

Ferskt jalapeño, ½ stk

Ferskt kóríander, 6 g

Límóna, ¼ stk

Salt & pipar, eftir smekk


Guacamole:

Avókadó, 1 stk

Rauðlaukur, ¼ stk

Hvítlauksrif, 1 stk

Límóna, ½ stk

Salt & pipar, eftir smekk


Hvítlauks-límónusósa:

Sýrður rjómi 18%, 50 ml

Majónes, 50 ml

Hvítlaukur, ¼ stk


Samsetning:

6” tortillur, 6 stk

Ferskt kóríander, 6 g



  1. Hrærið saman majónesi og sýrðum rjóma. Rífið smá hvítlauk og límónubörk saman við og smakkið til með salti.

  2. Setjið rækjurnar í skál með ólífuolíu, papriku, chilidufti, cumin, hvítlauksdufti, salti og pipar. Kreistið límónusafa yfir og látið marinerast í 10 mínútur eða lengur.

  3. Hitið pönnu á miðlungsháum hita og steikið rækjurnar í 2-3 mín á hvorri hlið, þar til þær verða bleikar og stinnar.

  4. Skerið tómata smátt, saxið rauðlauk, jalapeño og kóríander. Kreistið límónusafa yfir, kryddið með salti og pipar og blandið saman.

  5. Stappið avókadó í skál. Bætið við smátt söxuðum rauðlauk, rifnum hvítlauk og límónusafa. Kryddið með salti og pipar.

  6. Hitið tortillurnar á þurri pönnu í 30 sek á hvorri hlið.Setjið  guacamole á botninn, bætið við rækjum og hvítlauks límónusósu. Toppið með pico de gallo.Stráið fersku kóríander yfir og berið fram með límónubátum.

  7. Toppið með uppáhalds hot sósunni ykkar.



Comments


bottom of page