Ferskar og sumarlegar risarækju tacos eru akkúrat það sem þarf stundum.

Rækjur:
Risarækjur, 250 g
Ólífuolía, 1 msk
Reykt paprika, 1 tsk
Chiliduft, ½ tsk
Cumin, ½ tsk
Hvítlauksduft, ½ tsk
Salt & pipar, eftir smekk
Límóna, ¼ stk
Pico de gallo:
Smátómatar, 150 g
Rauðlaukur, ½ stk
Ferskt jalapeño, ½ stk
Ferskt kóríander, 6 g
Límóna, ¼ stk
Salt & pipar, eftir smekk
Guacamole:
Avókadó, 1 stk
Rauðlaukur, ¼ stk
Hvítlauksrif, 1 stk
Límóna, ½ stk
Salt & pipar, eftir smekk
Hvítlauks-límónusósa:
Sýrður rjómi 18%, 50 ml
Majónes, 50 ml
Hvítlaukur, ¼ stk
Samsetning:
6” tortillur, 6 stk
Ferskt kóríander, 6 g
Hrærið saman majónesi og sýrðum rjóma. Rífið smá hvítlauk og límónubörk saman við og smakkið til með salti.
Setjið rækjurnar í skál með ólífuolíu, papriku, chilidufti, cumin, hvítlauksdufti, salti og pipar. Kreistið límónusafa yfir og látið marinerast í 10 mínútur eða lengur.
Hitið pönnu á miðlungsháum hita og steikið rækjurnar í 2-3 mín á hvorri hlið, þar til þær verða bleikar og stinnar.
Skerið tómata smátt, saxið rauðlauk, jalapeño og kóríander. Kreistið límónusafa yfir, kryddið með salti og pipar og blandið saman.
Stappið avókadó í skál. Bætið við smátt söxuðum rauðlauk, rifnum hvítlauk og límónusafa. Kryddið með salti og pipar.
Hitið tortillurnar á þurri pönnu í 30 sek á hvorri hlið.Setjið guacamole á botninn, bætið við rækjum og hvítlauks límónusósu. Toppið með pico de gallo.Stráið fersku kóríander yfir og berið fram með límónubátum.
Toppið með uppáhalds hot sósunni ykkar.

Comments