Æðislegur og frískandi G&T úr frábæra rabbabara gin'inu frá Whitley Neill.
Rabbabarinn og greipaldinið passa svo vel saman og úr verður sérstaklega ljúffengur og frískandi G&T. Mæli með!
Whitley Neill rabbabara og engifer gin, 4,5 cl
Einfalt sykursíróp, 1 cl
Rabbabara tonic, 250 ml / T.d. Fentemans
Bittermens grapefruit bitterar, 3 dropar / Má sleppa
Grape sneið og rósmarín til skrauts
Setjið gin, sykursíróp og grapefruit bittera í gin glas.
Fyllið með klökum og toppið með rabbabara tonic.
Skreytið með grape sneið og fersku rósmarín
*Þessi færsla er unnin í samstarfi með Vínnes ehf
Comments