top of page

Litríkar salt & súkkulaðibita smákökur

Litríkar og fallegar salt og súkkulaðibita smákökur með súkkulaðiperlum sem bæta við smá "krönsi" þegar bitið er í þær. Þessar hverfa afskaplega fljótt eftir að þær eru bakaðar!

18 kökur:

Smjör (ósaltað), 220 g

Púðursykur, 200 g

Sykur, 100 g

Egg, 1 stk

Vanillufræ, 0,5 tsk / Rapunzel (má líka nota 2 tsk vanilludropa)

Hveiti, 210 g

Borðsalt, 1,25 tsk

Lyftiduft, 0,5 tsk

Matarsódi, 0,25 tsk

Súkkulaðibitar, 150 g

Súkkulaðiperlur, 150 g / Nói síríus

Flögusalt, 2 msk

  1. Forhitið ofn í 190°C með yfir og undirhita.

  2. Bræðið smjörið. Pískið vandlega saman bráðið smjör, púðursykur og sykur þar til allt hefur samlagast að fullu. Þetta tekur 1-2 mín með handafli.

  3. Pískið eggið því næst saman við ásamt vanillufræjum þar til blandan er orðin glansandi og eggið hefur samlagast að fullu. Þetta tekur um 1 mín með handafli.

  4. Bætið hveiti, borðsalti, lyftidufti og matarsóda út í skálina og hrærið vel í með góðri sleikju þar til til allt hefur samlagast.

  5. Bætið súkkulaðiperlum út í skálina ásamt súkkulaðibitunum og blandið vel saman.

  6. Leggið ofnpappír á bökunarplötu.

  7. Myndið 6 kúlur svipaðar að stærð og golfkúlur og raðið á bökunarplötu með góðu millibili þar sem kökurnar dreifa svolítið úr sér. Geymið deigið í kæli á meðan kökurnar bakast.

  8. Bakið í 8-9 mín í miðjum ofni. Stráið sjávarsalti yfir kökurnar þegar þær koma úr ofninum og látið kólna í nokkrar mín á plötunni áður en kökurnar eru færðar á kæligrind.

  9. Endurtakið með restina af deiginu.

Comments


bottom of page