Hér er ljúffeng uppskrift af Kirsuberja Clover Club með Amarena kirsuberjum, sem gefa djúpt og sætt bragð með léttum beiskjukeim. Þessi útgáfa er einstaklega bragðgóð, með silkimjúka áferð og fallegt bleikt froðulag

50 ml gin
20 ml ferskur sítrónusafi
15 ml Amarena kirsuberjasíróp (safinn úr krukkunni)
15 ml grenadine
1 eggjahvíta
3 Amarena kirsuber til skrauts
Klakar
Settu gin, sítrónusafa, Amarena kirsuberjasafa, grenadine, eggjahvítu og 1 Amarena kirsuber í kokteilhristara.
Hristu án klaka í 15 sekúndur til að fá loftmikla froðu.
Bættu við klökum og hristu aftur í 15 sekúndur.
Sigtaðu í kælt coupe-glas.
Settu Amarena kirsuber á kokteilprjón og leggðu yfir glasið.
Comments