top of page

Kimchi udon núðlur með kjúkling og grænmeti

Þessar spicy kimchi udon núðlur eru algjör bragðsprengja sem hittir beint í mark þegar mann langar í eitthvað fljótlegt, bragðmikið og öðruvísi í matinn.

Kimchi, smjör og gochujang eru frábær samsetning sem tékkar í öll réttu boxin, hita, sýru, salt og umami. Fersku udon núðlurnar eru svo algjörlega ómissandi, enda töluvert frábrugðnar td ramen núðlum og svo er líka virkilega skemmtilegt að borða þær.

Hvítkál, 100 g

Kjúklingalæri (skinn & beinlaus), 300 g

Vorlaukur, 2 stk

Kimchi, 1 dós / Fæst í Fiska, Nýbýlavegi

Gochujang (Korean red pepper paste), 1 msk

Soyasósa, 1 msk + meira ef þarf

Hrísgrjónaedik, 2 tsk

Spínat, 30 g

Sesamfræ, 1 tsk

Smjör, 3 msk

 
  1. Skerið hvítkál í bita. Sneiðið hvíta og ljósgræna partinn af vorlaukunum í sneiðar og dekkri partinn af í þunnar sneiðar. Saxið kimchi gróflega og skerið kjúklingalæri í litla bita.

  2. Hitið olíu á pönnu og steikið hvítkálið þar til það er farið að mýkjast og brúnast aðeins. Takið af pönnunni og geymið til hliðar.

  3. Steikið kjúklinginn við frekar háan hita þar til hann er farinn að taka lit og er fulleldaður. Saltið smá.

  4. Bætið hvíta og ljósgræna partinum af vorlauknum út á pönnuna ásamt steikta hvítkálinu og steikið þar til vorlaukurinn er farinn að mýkjast. Hrærið vel í svo ekkert brenni við.

  5. Bætið söxuðu kimchi út á pönnuna ásamt vökvanum úr dósinni, gochujang, hrísgrjónaediki og soyasósu. Hrærið vel og steikið í um 1 mín.

  6. Losið udon núðlurnar í sundur með höndunum og bætið út á pönnuna ásamt smjöri og spínati. Blandið öllu vel saman og steikið þar til spínatið er byrjað að mýkjast og núðlurnar eru heitar í gegn og huldar sósu. Smakkið til með salti og soyasósu.

  7. Stráið sesamfræjum yfir réttinn og skreytið með vorlauk.



Comments


bottom of page