top of page

Kimchi pizza

Eftir að ég gerði kimchi borgarann fyrir nokkru síðan þá hef ég verið með hugmyndina að kimchi pizzu í hausnum. Nú varð hún loksins að veruleika og viti menn! Kimchi, ostur og pepperoni passa svona líka vel saman!


Þessi uppskrift gerir ráð fyrir 1 sirka 12" pizzu en það má auðveldlega tvöfalda sósu uppskriftina og notast við sína eigin uppskrift að pizzabotni ef fólk er metnaðarfyllra en ég í deiggerðinni.


Kimchi´ið sem ég notast við fæst í 160 gramma dósum í Mai Thai hjá Hlemmi og þar ætti líka að fást Gochujang, en ef ekki þá fæst Gochujang líka hjá Fiska og Vietnam market á Suðurlandsbraut.


 

Góð pizzasósa (ég notaði Mutti), 80 ml

Kimchi vökvi, 15 ml

Gochujang, 5 ml

Kimchi, 80 g Sterkt pepperoni, 9-10 sneiðar

Wewalk spelt pizzabotn, 280 g

Mozzarella ostur eftir smekk

Kóríander eftir smekk

Vorlaukur eftir smekk

Radísur eftir smekk

Rauðar chiliflögur eftir smekk

 
  1. Hrærið gochujang og kimchi vökva saman við pizzasósuna. Rrífið eða grófsaxið kimchi.

  2. Dreifið sósu og osti yfir pizzabotninn og raðið svo pepperoni og kimchi yfir.

  3. Bakið pizzuna við 200 °C blástur í 12-15 mín eða þar til osturinn er farinn að krauma og kantarnir eru orðnir fallega gylltir.

  4. Saxið kóríander og sneiðið vorlauk og radísur eftir smekk á meðan pizzan bakast.

  5. Toppið pizzuna með kóríander, vorlauk, radísum og rauðum chiliflögum eftir smekk.

Comments


bottom of page