top of page

Hnetusmjörs smákökur með súkkulaðibitum

Þessar kökur eru það góðar að ég er búinn að gera þær tvisvar sinnum á einni viku þar sem þær klárast alltaf eins og skot! Þær eru með akkúrat réttu magni af hnetusmjöri, stökkum köntum en samt mjúkar, bráðna nánast upp í manni og eru algjörlega ávanabindandi með ísköldu glasi af mjólk.

Þessi uppskrift gerir 26 kökur:


Smjör (ósaltað og við stofuhita), 150 g

Púðursykur, 150 g

Sykur, 60 g

Hnetusmjör fínt, 70 g

Vanilludropar, 2 tsk

Hlynsýróp, 2 msk

Egg, 1 stk

Hveiti, 200 g

Salt, 1/2 tsk

Matarsódi, 1/4 tsk

Súkkulaðibitar, 125 g

 
  1. Setjið smjör, púðursykur og sykur í hrærivél og hrærið í meðalháum hraða í nokkrar mín þar til blandan er orðin mjúk og ljós.

  2. Bætið hlynsýrópi, eggi, vanilludropum og hnetusmjöri út í skálina og látið vélina ganga á miðlungshraða í stutta stund þar til allt hefur samlagast.

  3. Bætið hveiti, salti og matarsóda út í skálina og látið vélina ganga á miðlungshraða þar til allt hefur samlagast.

  4. Blandið 100 g af súkkulaðibitum saman við deigið með sleif og færið skálina svo í kæli í 30 mín á meðan ofn er forhitaður í 175 °C með yfir og undirhita.

  5. Myndið 25 g kúlur úr deiginu og raðið 9 stk á bökunarpappírsklædda ofnplötu. Þrýstið svolitlu af súkkulaðibitum ofan á kúlurnar og bakið í 9 mín í miðjum ofni. Leyfið kökunum að kólna í nokkrar mín á plötunni áður en þær eru fluttar á grind til að kólna.

  6. Endurtakið með restina af deiginu.

Comments


bottom of page