top of page

Grilluð satay kjúklingaspjót

Ég elska þessi kjúklingaspjót og geri þau reglulega fyrir okkur fjölskylduna. Þau eru algjör bragðbomba og ég gæti drukkið satay sósuna.


Ef þú ert fyrir Satay þá verðurðu að prófa þessa!

Fyrir 2-3:

Kjúklingalæri (skinn & beinlaus), 600 g

Tælensk karríblanda, 2 msk / Kryddhúsið

Litlar agúrkur, 100 g

Rautt chili, 1 stk

Kóríander, 5 g

Salthnetur, 20 g

Kókosmjólk, 1 dl

Hnetusmjör, 50 g

Sojasósa, 1 tsk

Púðursykur, 1 msk

Rautt karrímauk, 2 tsk / Thai choice

Límóna, 1 stk

Rauðkál, 150 g

Grillpinnar, 4 stk



  1. Leggið grillpinna í bleyti a.m.k. 30 mín áður en elda á matinn.

  2. Skerið kjúklingalærin í 3-4 bita (fer eftir stærð). Setjið í skál með olíu, salti og tælenskri karríblöndu. Blandið vel saman og látið marinerast í a.m.k. 30 mín.

  3. Setjið kókosmjólk, hnetusmjör, sojasósu, púðursykur, rautt karrímauk, 0,5 dl af vatni og kreistu af límónusafa í lítinn pott og stillið á miðlungshita. Hrærið í þar til sósan er byrjuð að þykkjast og allt hefur samlagast. Ef sósan þykkist of mikið má þynna hana með ögn af vatni. Smakkið til með salti.

  4. Þræðið kjúklinginn á spjótin og grillið á 200°C heitu grilli í 10-12 mín en snúið á 2 mín fresti.

  5. Saxið hnetur, sneiðið rauðkál mjög þunnt, sneiðið chili, saxið kóríander og sneiðið agúrkur.

  6. Pennslið kjúklingaspjótin með satay sósu og stráið því næst chili, kóríander og hnetum yfir.

  7. Berið fram með auka satay sósu til hliðar og hrísgrjónum ef vill.

Comments


bottom of page