top of page

Grilluð shawarma kjúklingalæri með harissa krydduðum frönskum og tzatzikisósu

Þessi shawarma marineruðu kjúklingalæri og harissa krydduðu franskar eru skothelt tvenna og hitta algjörlega í mark þegar mann langar í mið-austurlenskan skyndibita en vill frekar elda heima.

Fyrir 2:

Kjúklingalæri, 450 g

Shawarma krydd, 1,5 msk / Kryddhúsið

Flögusalt, 1,5 tsk

Olía, 2 msk

Japanskt majónes, 40 ml / Má vera venjulegt

Sýrður rjómi 10%, 40 ml

Tzatziki kryddblanda, 2 tsk / Kryddhúsið

Salt eftir smekk

Franskar kartöflur, 400 g / Ég nota Aviko Super Crunch

Marokkósk harissa kryddblanda, 0,5 tsk / Kryddhúsið

Hvítlauksduft, 0,5 tsk / Kryddhúsið

Paprikuduft, 0,5 tsk / Kryddhúsið

Kóríander eða steinselja, 3 g

Salatblanda, 30 g

Trönuber, 1 msk

Fetaostur í kryddlegi, 2 msk

Graskersfræ, 1 msk

Smátómatar, 60 g

 
  1. Setjið kjúklingalæri í skál með shawarma kryddi, salti og 2 msk af olíu. Blandið vel saman og látið marinerast 24 kls eða amk í 2 klst.

  2. Hrærið saman majónesi, sýrðum rjóma og tzatziki kryddi. Smakkið til með salti og geymið í kæli.

  3. Hitið grill upp í 200°C og grillið kjúklingalærin í 12-15 mín en snúið þeim nokkrum sinnum yfir eldunartímann. Einnig má baka lærin við 220°C blástur í 20-25 mín.

  4. Setjið frönsku kartöflurnar í stóra skál og veltið upp úr smá olíu og salti.

  5. Dreifið frönsku kartöflunum yfir bökunarplötu með ofnpappír og bakið eftir leiðbeningum á umbúðum en hrærið í 2-3 yfir bökunartímann.

  6. Saxið kóríander eða steinselju mjög smátt.

  7. Færið bökuðu frönsku kartöflurnar í stóra skál á meðan þær eru enn heitar og kryddið með harissa kryddi, hvítlauksduft og papriku. Veltið kartöflunum vel upp úr kryddinu og stráið söxuðum kóríander eða steinselju yfir og blandið saman við frönsku kartöflurnar.

  8. Rífið salatblöndu eftir smekk og skerið tómata í bita. Setjið salatblöndu, tómata trönuber, graskersfræ og fetaost ásamt smá af olíunni frá fetaostinum í skál og blandið vel saman.

Comentários


bottom of page