top of page

Greipaldin paloma

  • Writer: Snorri
    Snorri
  • Mar 2
  • 1 min read

Ef þú ert að leita að frískandi og ljúffengum kokteil, þá er greipaldin Paloma fullkominn valkostur. Þessi klassíski mexíkóski kokteill er léttur, frískandi og með fullkomnu jafnvægi milli sætu, sýru og beiskju. Mér þykir best að nota greipaldingos út í drykkinn til að fá örlítið meiri sætu í hann, en það tíðkast líka að nota sódavatn.

60 ml tequila (best er að nota blanco)

120 ml ferskur greipaldinsafi

15 ml ferskur limesafi

15 ml agavesíróp (eða einfalt sykursíróp)

Greipaldin gos t.d. frá Jarritos (eða sódavatn)

Klakar

Salt (til að þekja glasbrúnina, ef vill)

Greipaldin sneið til skrauts


  1. Stráðu salti á brún glassins ef þú vilt saltbrún (bættu smá lime safa við brúnina fyrst til að láta saltið loða).

  2. Fylltu glasið af klökum.

  3. Helltu tequila, greipaldinsafa, limesafa og agavesírópi í glas og hrærðu vel.

  4. Fylltu upp með greipaldin gosi eða sódavatni og hrærðu saman.

  5. Skreyttu með greipaldin sneið og njóttu!

Opmerkingen


bottom of page