top of page

Ítalskt bolognese með steiktri parmaskinku og bræddum mozzarella

Mamma mia, þessi réttur er svo mikil veisla! Ég elska gott bolognese en þessi sprengdi alla skala. Að steikja parmaskinkuna bætir mjög miklu við þennan rétt, bæði í áferð og bragði og að rífa mozzarellakúlur yfir rétt áður en maturinn er borinn fram er algjör negla.


Ef þið hafið ekki prófað að steikja parmaskinku áður og elskið gott pasta þá er ekki eftir neinu að bíða og skella í þennan rétt við fyrsta tækifæri!

Fyrir 2: Ungnautahakk, 300 g

Hvítlaukur, 1 rif

Parma skinka, 70 g

Grænar ólífur, 8 stk

Spaghetti, 180 g

Niðursoðnir tómatar, 200 g

Rjómi 90 ml

Parmesan, 30 g

Súrdeigs baguette, 1 stk

Mozzarella rifinn, 50 g

Mozzarellakúlur, 10 stk

Tómatpúrra, 1,5 msk

Nautakraftur, 0,5 msk / Oscar

Herbs Provence, 2 tsk / Pottagaldrar

Breiðblaða steinselja, 5 g

  1. Setjið vatn í pott ásamt ríflegu magni af salti og náið upp suðu.

  2. Hitið olíu á pönnu við meðalháan hita. Rífið Parma skinku í bita og steikið þar til hún er stökk. Geymið.

  3. Hitið olíu á pönnu við meðalháan hita. Bætið hakki út á pönnuna og steikið þar til hakkið er fulleldað. Pressið hvítlauksrif út á pönnuna og steikið í stutta stund. Bætið við tómatpúrru, nautakraft og herbs provence. Steikið í stutta stund. Sneiðið ólífur og bætið út á pönnuna.

  4. Bætið niðursoðnum tómötum og rjóma út á pönnuna. Rífið helminginn af parmesan ostinum saman við og látið malla undir loki á meðan pasta er soðið. Smakkið til með salti.

  5. Bætið spaghetti út í sjóðandi vatnið og sjóðið í um 9 mín eða þar til spaghetti'ið er mjúkt en þó með smá biti (al dente). Geymið smá pastavatn ef þarf til þess að þynna sósuna.

  6. Skerið brauð í tvennt og smyrjið með smá smjöri. Rífið svolítinn parmesan ost yfir og dreifið svo mozzarella osti yfir. Bakið í miðjum ofni á 200°C grill stillingu þar til osturinn er fallega bráðinn og gylltur.

  7. Bætið spaghetti út í kjötsósuna og blandið vel saman. Notið pastavatn til að þynna sósuna ef þarf.

  8. Saxið steinselju hrærið saman við réttinn á pönnunni ásamt steiktri parmaskinku og mozzarellakúlum. Rífið restina af parmesan yfir.

  9. Berið fram með góðu salati.

Comments


bottom of page