top of page

Blóðappelsínu whiskey sour

Sérstaklega ljúffengur blóðappelsínu whiskey sour sem er skemmtileg tilbreyting frá þessum klassíska.


Það er best að nota nýkreistann blóðappelsínusafa en drykkurinn er líka ljúffengur með góðum keyptum safa.

6 cl Makers Mark whiskey

6 cl blóðappelsínusafi

3 cl sítrónusafi

3 cl sykursíróp (líka mjög gott að nota 50/50 sykursíróp og síróp úr kirsuberjakrukkunni)

Skraut: Kirsuber


  1. Setjið viskí, blóðappelsínusafa, sítrónusafa og sykursíróp í kokteilhristara með klaka.

  2. Hristið vel í 10-15 sek.

  3. Hellið í glas með klökum og skreytið með kirsuberi


Þessi færsla er unnin í samstarfi með Vínnes ehf

コメント


bottom of page