top of page

Blóðappelsínu rabbabara gin sour

Hér er ljúffeng uppskrift af Blóðappelsínu Sour. Þetta er ferskur og líflegur kokteill með fallegu ljósu froðulagi. Blóðappelsínan gefur drykknum djúpt sítrusbragð með léttum beiskum tón, og eggjahvítan býr til silkimjúka áferð sem lyftir öllu upp á annað stig.

Whitley Neill rabbabara og engifer gin, 60 ml

Ferskur blóðappelsínusafi, 60 ml

Ferskur sítrónusafi, 20 ml

Einfalt sykursíróp, 20 ml

Eggjahvíta, 1 stk

Þunnt skorin blóðappelsínusneið til skrauts


  1. Setjið gin, blóðappelsínusafa, sítrónusafa, sykursíróp og eggjahvítu í kokteilhristara og hristið hressilega í 15 sek.

  2. Bætið klökum út í kokteilhristarann og hristið kröftuglega í aðrar 15 sek.

  3. Sigtið í kalt coupe glas og leggið blóðappelsínusneið varlega ofan á froðuna.



Comentarios


bottom of page